Hagnaður eftir skatta 484 milljónir króna (4,2 milljónir punda) sem jafngildir 94% aukning. Innri vöxtur er 14%. Hagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) nam 928 milljónum (8,1 milljón punda) 21% af veltu (16% án áhrifa hlutdeildarfélags) samanborið við 15%, aukning 58%. Handbært fé frá rekstri fyrir skatta og vaxtagjöld 822 m.kr. (7,2 milljónir punda), 79% aukning.

Frjálst fjárflæði frá rekstri 459 milljónir króna (4,0 milljónir punda), aukning 207%. Hagnaður á hverja krónu nafnverðs eykst úr 0,21 í 0,39. Arðsemi eigin fjár 19%, samanborið við 12% í fyrsta ársfjórðungi 2004

Kaupin á breska matvælarisanum Geest Plc ganga samkvæmt áætlun og er gert ráð fyrir að Geest verði hluti af samstæðu Bakkavör Group frá og með 13.maí nk. Reikningsskilin eru í fyrsta skipti gerð samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum og eru áhrifin óveruleg á rekstrarafkomu félagsins