Bandaríska afþreyingar og raftækjaverslunarrisinn Best Buy hagnaðist um 52 milljónir Bandaríkjadala á þriðja ársfjórðungi eða því sem nemur um 13 centum á hvern hlut samanborið við hagnað upp á 228 milljónir dala á sama tíma í fyrra eða u m 53 centum á hvern hlut.

Þrátt fyrir að hagnaður félagsins hafi dregist saman um 77% milli ára er hann umfram væntingar greiningaraðila.

Ef dótturfélag Best Buy, Carphone Warehouse er tekið með í reikninginn nemur hagnaður félagsins 35 centum á hvern hlut en gert hafði verið ráð fyrir 24 centum í hagnað á hvern hlut.

Tekjur félagsins hafa þó aukist milli ára um 16% milli ára og nema það sem af er ári um 11,5 milljörðum dala en þar munar mestu um fjölgun verslana í Evrópu.

Þá tilkynnti félagið einnig að til stæði að bjóða allt að 4 þúsund starfsmönnum starfslokasamning og stytta opnunartíma verslana í ljósi minnkandi einkaneyslu.