Hagnaður British Patroleum (BP) dróst saman um 66% á þriðja ársfjórðungi vegna kostnaðar við olíulekann í Mexíkóflóa. Nettó tekjur voru 1,8 milljarðar króna samanborið við 5,3 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi í fyrra.

BP birti árshlutauppgjör í dag og sagði Robert Dudley, forstjóri félagsins, að BP væri á góðri leið með að ná bata. Félagið stendur frammi fyrir gríðarlegum kostnaði vegna olíulekans í Mexíkóflóa. Það hefur þegar hafið sölu á eignum fyrir um 14 milljarða dala sem er um helmingur þeirrar upphæðar sem BP þarf að afla til að greiða fyrir skaðann.