Hagnaður búlgarska fjarskiptafyrirtækisins BTC var 4,2 milljarðar króna (92,9 milljónir leva) á fyrri helming árs, en það er lækkun upp á 19,8% frá sama tímabili í fyrra, en hagnaður fyrirtækisins var þá 5,3 milljarðar króna, segir í tilkynningu til búlgörsku kauphallarinnar.

BTC eyddi rúmum um 18,2 milljörðum á síðasta ári í uppsetningu á dótturfyrirtæki sínu Vivatel, sem sér um þráðlausa fjarskiptaþjónustu þar í landi.

Austurríska fjárfestingafélagið Viva Ventures á 65% hlut í BTC, en Novator, sem er í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur tryggt sér kaupréttinn á 100% hlut í Viva Ventures, sem er í eigu bandaríska fjárfestingasjóðsins Advent.