Basisbank, danskur netbanki sem Íslandsbanki tók þátt í að stofna, hagnaðist um 516 milljónir króna árið 2005, segir greiningardeild Kaupþing banka.

Það er þrisvar sinnum meiri hagnaður en árið áður. Arðsemin eigin fjár var 54,9%.

Bankinn var stofnaður fyrir fimm árum og bauð bæði læstu innlánsvextina og hæstu útlánsvextina við stofnun. Hann eignaðist fljótt marga viðskiptavini. Aftur á móti gekk reksturinn ekki sem skyldi og bankinn varð nærri gjaldþrota.

Nýir eigendur hafa komið að bankanum, ásamt því að tíð stjórnarskipti hafa einkennt bankann.