Hagnaður Deutsche Bank á öðrum ársfjórðungi var 642 milljónir evra fyrir skatta (tæplega 80 milljarðar íslenskra króna) og dróst mikið saman milli ára. Á öðrum fjórðungi ársins 2007 var hagnaður bankans meira en fjórfalt meiri, 2,7 milljarðar evra.

Bankinn þurfti að afskrifa 1,5 milljarð evra á tímabilinu.

Launagreiðslur bankans drógust saman um tæpan þriðjung á tímabilinu vegna þess að ekki voru greiddir bónusar.

Ýmsir hafa ljáð máls á því að Deutsche Bank treysti um of á fjárfestingabankastarfsemi sína og því veiti lausafjárkreppan bankanum þyngri högg en ella.