Á Vegvísi Landsbankans segir að lágfargjaldaflugfélagið Easy Jet hafi birti uppgjör ársins 2007 í dag en uppgjörsárinu lauk 30. september. Hagnaður félagsins jókst um tæp 62% milli ára sem er nokkuð umfram væntingar greinenda.

.
Félagið er farið að leggja ríkari áherslu á að fljúga til flugvalla sem eru nær miðborgum og hefur þannig aðgreint sig frá Ryanair, stærsta lággjaldaflugfélagi Evrópu. Samhliða því hefur hlutfall viðskiptafarþega aukist og var það 20% í síðasta mánuði, segir í Vegvísinum.