Flugfélögin Air France, British Airways og Iberia hafa birt uppgjör sín fyrir annan ársfjórðung. Uppgjör félaganna einkennast af versnandi afkomu vegna hækkandi olíuverðs og óvissu í efnahagsmálum.

Hagnaður Air France á fjórðungnum nam 168 milljónum evra (um 20,6 millarjar íslenskra króna) en nam á sama tímabili ársins 2007 262 milljónum evra. Hagnaður dróst því saman um 59,4% milli ára.

Hagnaður British Airways á fjórðungnum nam 27 milljónum punda (rúmlega 4 milljarðar íslenskra króna), sem er um 90% minni hagnaður en á sama tímabili ársins 2007 þegar hagnaður nam 274 milljónum punda.

Hagnaður spænska flugfélagsins Iberia nam 21,7 milljónum evra (um 2,7 milljarðar íslenskra króna) en var á sama tímabili ársins 2007 74,8 milljónir evra. Það þýðir rúmlega 70% samdrátt í hagnaði.