Hagnaður stærsta fjárfestingabanka Bandaríkjanna, Goldman Sachs Group dróst saman um 70% milli ára á öðrum ársfjórðungi þessa árs sem er ein versta afkoma bankans í áraráðir að sögn Reuters fréttastofunnar.

Hagnaður bankans á öðrum ársfjórðungi nam 845 milljónum Bandaríkjadala (rúml. 78 milljarðar ísl.kr.) sem gerir 1,81 dal á hvern hlut samanborið við hagnað upp á 2,85 milljarða dala á sama tíma í fyrra (rúml. 264 milljarðar ísl.kr.) eða 6,13 dali á hvern hlut.

Þá minnkuðu tekjur bankans úr 12,3 milljörðum dala niður í rétt rúmlega 6 milljarða dali.

Hagnaðurinn er þó umfram væntingar greiningaraðilar á vegum Reuters sem höfðu gert ráð fyrir hagnað upp á 1,75 dali á hvern hlut. Tekjur bankans eru þó lítillega undir væntingum en gert hafði verið ráð fyrir tekjum upp á 6,3 milljarða Bandaríkjadali.

Hlutabréf hafa þegar lækkað um 5% í þær tæplega tuttugu mínútur sem opið hefur verið með hlutabréfaviðskipti á Wall Street.