Rekstur Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða skilaði hagnaði á síðasta ári eftir taprekstur undanfarin ára. Hagnaður af reglulegri starfsemi nam um 2,1 milljónum kr. á móti 2,2 milljóna kr. tapi árið 2003. Rekstrartekjur námu 39,2 milljónum kr á móti rekstargjöldum upp á 37,6 milljónir kr, en fjármagnstekjur nema um 600 þúsund kr. Hér við bætist söluhagnaður vegna sölu hlutabréfa í Íslenska kalkþörungafélaginu, eða sem nemur 7,5 mkr, með fyrirvara um þróun gengis, en seinni greiðsla söluverðs er greidd nú í lok árs 2005.

Heildarhagnaður ársins 2004 nemur því um 9,6 mkr. Eignir félagsins námu í árslok 2004 um 30,5 mkr, skuldir og skuldbindingar kr 10,7 mkr og eigið fé kr 19,8 mkr.

Hagnað af rekstri félagsins rúmar 9,6 mkr leggur stjórn félagsins til verði fluttur til næsta árs. Undir lok ársins voru hluthafar í félaginu 112. Þrír hluthafar eiga meira en 10% hlutafjárins en þeir eru Byggðastofnun 21,42%, Fjórðungssamband Vestfirðinga 33,24% og Atkonur, sjálfseignastofnun 16,15%. Hlutafé félagsins er að nafnvirði tæpar 9,1 mkr.