Afkoma RARIK fyrstu sex mánuði ársins 2005 hefur batnað mikið frá síðasta ári. Niðurstaða rekstrarreiknings fyrir mánuðina janúar - júní sýnir hagnað að fjárhæð 247 mkr samanborið við tap að fjárhæð 35 mkr. á sama tímabili á árinu 2004. Þessi munur skýrist af því að rekstrartekjur jukust nokkuð en rekstrargjöld lækkuðu á tímabilinu og auk þess voru fjármagnsliðir hagstæðari, en hrein fjármagnsgjöld á tímabilinu námu 56 mkr. á móti 73 mkr á sama tímabili 2004. Veltufé frá rekstri nemur 740 mkr sem er talsvert hærri tala en á fyrri hluta síðasta árs, en þá nam veltufé frá rekstri 493 mkr.

Auk þess má gera ráð fyrir söluhagnaði af sölu flutningsvirkja til Landsnets hf. á árinu, í samræmi við raforkulög.