Finnska fyrirtækið Nokia, sem er stærsti farsímaframleiðandi heims, tilkynnti í gær að hagnaður fyrirtækisins hefði aukist um 19% á fjórða ársfjórðungi.

Þessi góða afkoma Nokia er nokkuð betri en sérfræðingar höfðu gert ráð fyrir. Samkvæmt fréttatilkynningu frá félaginu seldi Nokia 106 milljónir farsíma síðustu þrjá mánuði ársins, sem var aukning um 27% frá sama tímabili árið 2005.

Heildarsala Nokia jókst um 13% í fjórðungnum og var samtals 11,7 milljarður evra, sem var um 1,4 milljörðum meira en á sama tímabili í fyrra. Meðalverð á Nokia farsímum hefur farið lækkandi og skýrist það einkum af aukinni samkeppni og sölu á ódýrari símum frá Asíu, m.a. Kína og Indlandi.