Össur hf. hefur birt áætlaðar rekstrarniðurstöður fyrir þriðja ársfjórðung þessa árs. Ákveðið var á stjórnarfund í gær (10. október) að birta áætlaðar rekstrarniðurstöður vegna mjög óvenjulegra aðstæðna á fjármálamörkuðum og til þess að innerjar geti átt viðskipti. Áætlaðar niðurstöður miðast við rauntölur fyrir júlí og ágúst og áætlun fyrir september.

Áætluð sala Össurar er 87 milljónir Bandaríkjadala og eykst um 6% frá sama tímabili í fyrra. Áætlaður rekstrarhagnaður er 15 milljónir dala og eykst um 79% milli ára.

Áætlaður hagnaður tímabilsins er 12 milljónir dala og eykst um 480% miðað við sama tímabil í fyrra.

Áætlaður hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) er 20 milljónir og eykst um 43%.

Í fréttatilkynningu frá Össuri segir að stjórnendur félagsins telji að núverandi hræringar á fjármálamörkuðum muni hafa takmörkuð áhrif á rekstur félagsins.