Hagnaður Síldarvinnslunnar nam 41 milljón króna árið 2006, samanborið við 413 milljón króna hagnað árið áður, að því er fram kemur í uppgjöri félagsins. Rekstrartekjur námu 9,3 milljörðum króna árið 2006, samanborið við 7,3 milljarða árið áður.

Eigið fé félagsins nemur 4,6 milljörðum króna, samanborið við fimm milljarða árið 2005. Eiginfjárhlutfallið nam 26,4%, samanborið 32,5% árið áður. Heildareignir námu 17,6 milljörðum króna, samanborið við 15,6 milljarða króna árið 2005.

"Árið 2006 einkenndist af lélegri loðnuvertíð en góðri kolmunna- og síldarvertíð hjá Síldarvinnslunni. Heimsmarkaðsverð á frystum síldarafurðum lækkaði frá árinu á undan og því var aukin áhersla lög á framleiðslu á mjöli og lýsi en verð á þeim afurðum hækkaði mikið á árinu og er enn mjög gott," segir í tilkynningu.