Að teknu tilliti til afskrifta og fjármagnsliða var bókfærður hagnaður Sorpu 10 milljónir króna á síðasta ári. Framlag fyrir afskriftir og fjármagnsliði var 178,3 milljónir króna sem er 15,15% af veltu án endurvinnslustöðva.

Tekjuáætlun byggðasamlagsins gerði ráð fyrir móttöku og meðhöndlun hjá Sorpu bs. á 164.000 tonnum úrgangs með svipaðri dreifingu á gjaldflokkum og varð árið 2005. Niðurstöðutala varð 220.767 tonn sem er 26,6% frávik frá rekstraráætlun. Móttekið og meðhöndlað magn í Gufunesi var 118.015 tonn (109.978 tonn) og á urðunarstaðnum var tekið á móti 89.621 tonn (67.660 tonn) frá öðrum en móttökustöðinni í Gufunesi.

Heildarmagn úrgangs sem fór um starfsstöðvar Sorpu á árinu 2006 var 220.767 tonn, sem er aukning um 24.632 tonn eða aukning um 12,56% frá fyrra ári en magnið hafði aukist um 15,78% árið áður og hafði áður aukist um 14,27% milli áranna 2003 og 2004.