Hagnaður Sparisjóðsins í Keflavík fyrir árið 2006 nam 5,6 milljörðum króna fyrir skatta, samanborið við 1,4 milljarða króna árið áður, segir í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Hagnaður eftir skatta nam 4,7 milljörðum króna, samanborið við 1,15 milljarða króna árið áður. Arðsemi eigin fjár var 124,5%.

Vaxtatekjur Sparisjóðsins námu 4,24 milljörðum króna, en það er 67,8% hækkun frá árinu 2005.

Vaxtagjöld hækkuðu einnig, eða um 117,8% og námu 3,6 milljörðum króna árið 2006.

Að sögn Geirmundar Kristinssonar, sparisjóðsstjóra, er afkoma ársins 2006 sú besta í sögu sjóðsins.