Hagnaður norska olíufyrirtækisins Statoil lækkar um 1% á þriðja ársfjórðungi, segir í frétt Dow Jones.

Hagnaður Statoil nam 8,59 milljörðum norskra króna (90,6 milljörðum króna) , samanborið við 8,68 milljarða (91,58 milljarða króna) á sama tímabili í fyrra. Greiningaraðilar höfðu spáð 7,99 milljarða króna hagnaði (84,3 milljarða króna.)

Tekjur fyrirtækisins hækkuðu um 3% á tímabilinu vegna hækkandi olíuverðs, en skattahækkanir og tap sem hlaust af eignum fyrirtækisins urðu til þess að tap var á rekstrinum.