Hagnaður norska olíufyrirtækisins Statoil jókst um 44% á öðrum ársfjórðungi, en hagnaðurinn er þó lægri en fyrirtækið hafði spáð, segir í frétt Dow Jones.

Hagnaður fyrirtækisins var 9,749 milljarðar norskra króna, eða 4,5 krónur á hlut. Á sama tíma í fyrra var hagnaðurinn 6,750 milljarðar norskra króna, eða 3,12 krónur á hlut.

Sterk staða á olíumörköðum er sögð vera ástæða hagnaðarins, en fyrirtækið hefur lækkað framleiðslumarkmið á árinu, úr 1,2 milljón olíufötum á dag niður í 1,175 milljón föt.

Norska ríkið á 71% hlut í Statoil.