Hagnaður Fasteignafélagsins Stoða hf. á árinu 2005 nam 2.085 milljónum króna kr. en nam 2.851 milljónum kr. árið áður. Hagnaðurinn hefur því dregist saman um tæp 37%. Heildareignir samstæðunnar í árslok námu 72.663 milljónum kr. en námu 45.450 milljónum kr. í árslok 2004 og hafa því hækkað um 27.213 milljónir kr.

Eigið fé félagsins í árslok nam 10.832 milljónum kr. en nam 9.452 milljónum kr. í árslok 2004.

Fasteignir félagsins eru verslunarhúsnæði, skrifstofur, hótel og vörugeymslur. Meðal leigjenda má nefna Haga, Flugleiðahótel, Fasteignir Ríkissjóðs, KB banka og SPRON. Nýtingarhlutfall fasteigna er 97%.

Í árslok 2005 gerði félagið samning um kaup á öllu hlutafé í danska fasteignafélaginu Atlas Ejendomme A/S og verður félagið hluti af samstæðureikningi félagsins frá yfirtökudegi sem var 6. janúar 2006. Fjárfestingin og lánveitingar til Atlas hafa verið færðar í ársreikninginn.