Japanska ríkisstjórnin lækkar hagvaxtarspár verulega en talið er líklegt að fljótlega verði birtar nýjar aðgerðir til að örva dalandi hagkerfið.

Verðbólga þriðjungur af væntingum

Vænt er að verg landsframleiðsla vaxi um 0,9% á þessu fjárhagsári, en í janúar var vænst þess að vöxturinn yrði 1,7%. Um 60% af efnahagsvexti japans kemur til af neyslu.

Jafnframt er búist við að verðbólgan verði einungis 0,4% í stað fyrri væntinga um að hann yrði 1,2%, en verðhjöðnun hefur verið viðvarandi vandamál fyrir japanskt hagkerfi áratugum saman.

Aðgerðaráætlun sem nemur 192 milljörðum dala

Forsætisráðherrann Shinzo Abe er sagður vera að undirbúa aðgerðaráætlun sem geti numið að andvirði allt að 192 milljörðum bandaríkjadala til að örvar hagkerfið.

Gætu aðgerðirnar verið samræmdar með stýrivaxtaákvörðunum Seðlabankans en vaxtaákvörðun bankans verður síðar í mánuðinum.

Í janúar afréð bankinn að stýrivextir yrðu neikvæðir í tilraun til að örva hagkerfið. Efnahagsstefna forsætisráðherrans hefur verið kölluð Abenomics, en hann tilkynnti í síðasta mánuði að söluskattur yrði ekki hækkaður úr 8 í 10% líkt og áður hafði verið ákveðið.