*

mánudagur, 26. júlí 2021
Innlent 18. mars 2015 09:39

Hagvísir Analytica: Hækkun sjötta mánuðinn í röð

Fjölgun ferðamanna og aukning fiskafla eru aðaldrifkraftarnir að baki hækkun leiðandi hagvísis Analytica.

Ritstjórn
Yngvi Harðarson, framkvæmdastjóri Analytica.
Haraldur Guðjónsson

Leiðandi hagvísir Analytica (e. composite leading indicator) hækkaði um 0,4% í febrúar en um er að ræða sjötta hækkunarmánuðinn í röð. Hagvísirinn bendir til aukins hagvaxtar á fyrri árshelmingi. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Líkt og áður eru það fjölgun ferðamanna og aukning fiskafla sem leiða hækkunina. Auk óvissu á vinnumarkaði hér á landi þá eru áfram áhættuþættir í ytra umhverfi einkum tengdir stöðunni í alþjóðastjórnmálum. 

Hagvísirinn er vísitala sem gefur vísbendingu um efnahagsumsvif að sex mánuðum liðnum. Það er hlutverk vísitölunnar að veita skýra sýn á efnahagshorfur og vara tímanlega við viðsnúningi í efnahagsumsvifum. Vísitalan er reiknuð á grundvelli sömu aðferðafræði og annars staðar þar sem sambærilegar vísitölur eru reiknaðar en sérstaklega er tekið mið af verklagi OECD.