Hagvöxtur í Frakklandi mældist 1,1% í fyrra, samanborið við 0,2% hagvöxt árið 2014. Hagvöxtur á fjórða ársfjórðungi árið 2015 mældist 0,2%, en var 0,3% í fjórðungnum á undan.

Í frétt BBC er haft eftir fjármálaráðherra Frakklands, Michel Sapin að árið 2015 hafi verið ár viðsnúnings í franska hagkerfinu og að hann geri ráð fyrir að hann batinn muni enn aukast í ár.

Hagvöxturinn í fyrra var í samræmi við spár stjórnvalda, en er undir þeim 1,5% hagvexti sem framkvæmdastjórn ESB gerir ráð fyrir að hafi verið á evrusvæðinu árið 2015. Fjárfestingar franskra fyrirtækja jukust um 2% frá árinu á undan.