Hagvöxtur í Frakklandi nam 0,3% á síðustu þremur mánuðum ársins 2013, samkvæmt opinberum tölum. Á þriðja fjórðungi var enginn hagvöxtur í landinu. Þetta kemur fram á vef BBC.

Þessar tölur þýða að Frakkland, sem er það fimmta stærsta hagkerfi í heimi, er ekki komið í kreppu en kreppa er skilgreind þannig að enginn hagvöxtur er tvo ársfjórðunga í röð.

Hagvöxtur allt árið í Frakklandi var 0,3%.