Hagvöxtur í Þýskalandi heldur áfram að aukast og á síðasta ársfjórðungi árið 2006 mældist hann 0,9% sem er 3,7% á ársgrundvelli. Í kjölfarið minnkaði fjárlagahalli þýska ríkisins meira en búist hafði verið og hefur núna ekki verið minni sem hlutfall af þjóðarframleiðslu síðan árið 2000, en þá var afgangur á þýsku fjárlögunum.

Aukin fjárfesting og einkaneysla almennings átti sinn þátt í þessum góða hagvexti. Hins vegar er enn þörf á því að einnkaneysla vaxi meira ef viðhalda á áframhaldandi hagvexti í landinu. Á síðasta ári óx þýska hagkerfið, sem er það stærsta í Evrópu, um 2,9%.