*

þriðjudagur, 21. september 2021
Erlent 29. ágúst 2014 19:35

Hakkarar herja á leikjaþjónustur

Tölvuþrjótar hafa ofhlaðið vefþjóna til að hægja á spilun notenda.

Ritstjórn
Aðrir ljósmyndarar

Tölvuhakkarar hafa nýlega sótt gegn vinsælum tölvuleikjaþjónustum á borð við Playstation Network hjá Sony, X Box hjá Microsoft og League of Legends sem er vinsæll PC fjölspilunarleikur.

Meðal þess sem hakkararnir hafa gert er að ofhlaða vefþjóna til að hægja á spilun fyrir notendur. Hópur hakkara sem kalla sig „Lizard Squad“ hefur lýst einhverjum árásunum á hendur sér en hann er einnig tengdur við sprengjuhótun á flugvél þar sem forstjóri Sony í Bandaríkjunum var innanborðs.

Hvorki Sony né Bandaríska alríkislögreglan hafa tengt sprengjuhótunina og netárásirnar formlega saman.

Stikkorð: Sony Xbox PlayStation 4