Halldór Halldórsson, dósent við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík, hlaut í gær kennsluverðlaun háskólans. Nemendur HR senda inn tilnefningar til kennsluverðlauna en nefnd innan skólans ákveður hver fær verðlaunin. Horft er til árangurs í nýsköpun, kennslu, tengsla við nemendur og fleira.

Forseti Íslands afhenti verðlaunin í gær auk rannsóknarverðlauna og þjónustuverðlauna skólans. Rannsóknarverðlaunin hlaut Anna Ingólfsdóttir, prófessor við tölvunarfræðideild, en þjónustuverðlaunin hlaut Guðrún Gyða Ólafsdóttir móttökustjóri. Ólafur Ragnar ávarpaði starfsfólk og nemendur háskólans í gær og sagði meðal annars íslenskt fræðasamfélag aldrei fyrr hafa staðið frammi fyrir jafn ögrandiviðfangsefnum og nú.