Hampiðjan skilaði 5,5 milljóna evra hagnaði í fyrra, samanborið við 7,3 milljóna evra hagnað árið 2011. Í krónum talið nam hagnaður síðasta árs því um 890 milljónum króna á gengi dagsins í dag.

Rekstrartekjur jukust um 6% milli ára og námu 45,2 milljónum evra. EBITDA hagnaður af reglulegri starfsemi jókst úr 6,9 milljónum evra árið 2011 í 7,8 milljónir í fyrra. Heildareignir félagsins um síðustu áramót námu 81,6 milljónum evra, eigið fé nam 48,7 milljónum evra og skuldir námu 33 milljónum evra. Þar af voru vaxtaberandi skuldir 24,5 milljónir evra. Eiginfjárhlutfall Hampiðjunnar var 60% í árslok, en ári fyrr var hlutfallið 58%.

Í tilkynningu er haft eftir Jóni Guðmanni Péturssyni, forstjóra Hampiðjunnar, að árið 2012 hafi verið þriðja árið í röð þar sem samstæðan nýtur söluaukningar vegna innri vaxtar. Rekstrarhagnaður félagsins á þeim árum hafi tvöfaldast, vaxtaberandi skuldir hafi lækkaðum tæplega þriðjung og eiginfjárhlutfall farið úr 48% í 60%.