*

föstudagur, 6. ágúst 2021
Innlent 6. maí 2013 12:37

Hannes Frímann gerir upp við Kaupþing

Hannes Frímann Hrólfsson hefur gengið frá samkomulagi við Kaupþing um uppgjör skulda hans.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Hannes Frímann Hrólfsson, nýr forstjóri Auðar Capital, hefur gengið frá samkomulagi við Kaupþing eftir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem hann var dæmdur til að greiða bankanum tæpar 1.100 milljónir króna. Skuldin er til komin vegna lána sem hann fékk sem starfsmaður Kaupþings á árunum 2005 til 2007 og notuð voru til að kaupa hlutabréf.

Í samtali við DV segist hann hafa gengið frá uppgjöri við bankann, en vildi að öðru leyti ekki gefa upp hvernig uppgjörið fór fram.

Héraðsdómur rifti þeirri ákvörðun fyrrverandi stjórnar Kaupþings að aflétta persónulegri ábyrgð Hannesar á lánunum, líkt og gert hefur verið með fleiri fyrrverandi starfsmenn bankans.