Hannes Smárason í gegnum eignarhaldsfélag sitt Primus hefur selt 1,9% hlut sinn í Íslandsbanka í skiptum fyrir bréf í FL Group í hlutafjárútboði félagsins á dögunum. Þetta sést glögglega þegar skoðaður er hluthafalisti Íslandsbanka fyrir og eftir útboðið. Alls var greitt fyrir bréf í FL Group með bréfum í Íslandsbanka fyrir um 7,5 milljarða króna að markaðsvirði. Þegar skoðaðar eru breytingar á 20 stærstu hluthöfum bankans fyrir og eftir útboð FL Group er eina breytingin að Hannes hverfur úr hluthafahópnum.

Hluthafalisti Íslandsbanka frá því í gær:

Nafn hluthafa Eign

Straumur - Burðarás Fjárfesting 28,3%

Íslandsbanki hf 8,5%

Milestone ehf 8,5%

Landsbanki Íslands hf 5,4%

Arion safnreikningur 3,1%

Hrómundur ehf 2,2%

Gildi - lífeyrissjóður 1,6%

Lífeyrissjóðir Bankastræti 7 1,6%

Baugur Group hf 1,5%

FL GROUP hf 1,1%

Hafsilfur ehf 1,1%

Fjárfestingasjóður Búnaðarb. hf 1,1%

Einar Sveinsson 0,9%

Tammuz ehf 0,8%

Lífeyrissjóður lækna 0,8%

Rauðatorg ehf 0,8%

Lífeyrissjóður verslunarmanna 0,7%

Sameinaði lífeyrissjóðurinn 0,7%

Glámur ehf 0,6%

Benedikt Sveinsson 0,6%