Stór hluti af sérhæfðri fjármálastarfsemi Akureyrarbæjar mun tapast með flutningi höfuðstöðva Sögu Fjárfestingarbanka að sögn Soffíu Gísladóttur, forstöðumanns Vinnumálastofnunar á Norðurlandi eystra. „Þetta er einn af fimm bönkum á Akureyri og ég mundi giska á að 20% af sérhæfðri fjármálastarfsemi muni glatast, enda voru langflestir starfsmenn Sögu Fjárfestingarbanka með mikla menntun,“ segir Soffía. Hún segir einnig að flutningur Sögu verði dýrkeyptur fyrir Akureyrarbæ. „Þetta er eflaust drjúgur skattpeningur sem fer, þarna eru hátekjustörf að hverfa og það mun hafa áhrif á samfélagið.“

Höfuðstöðvar Saga Capital á Akureyri.
Höfuðstöðvar Saga Capital á Akureyri.
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Eins og áður hefur komið fram mun Saga Fjárfestingarbanki flytja höfuðstöðvar sínar frá Akureyri til Reykjavíkur frá og með 1. júlí nk. Samkvæmt Dr.Hersi Sigurgeirssyni, forstjóra Sögu Fjárfestingarbanka, missa sex starfsmenn vinnuna vegna aðgerðanna.Soffía segir einhverja starfsmenn Sögu ætla að starfa fyrir sunnan en munu ekki flytjast frá Akureyri.

Þá verður starfsstöðvum Já á Akureyri einnig lokað í haust. Þó segir Soffía atvinnuástandið vera gott á Akureyri en uppsagnirnar munu eflaust hafa áhrif sem enn eru ekki komin í ljós. Þá hefur atvinnuleysisprósentan lækkað úr 7,6% í maí 2009 í 5,2% í maí 2011 og segir Soffía það vera mestan bata á landinu á því tímabili.