Þrátt fyrir ýmis áföll á undanförnum mánuðum er þó ekki hægt að segja að ógæfu íslensks efnhagslífs hafi beinlínis orðið allt að vopni. Þannig hafa sérfræðingar í greiningardeild Glitnis bent á að það hafi verið lán í óláni að ekki hafi stórar jöklabréfaútgáfur verið á gjalddaga á sama tíma og mesti óróleikinn var í kringum íslensku krónuna og íslenskt efnahagslíf almennt; líklegt má teljast að fall krónunnar hefði þá orðið enn meira.

En sem sagt: Við höfum í bili að mestu grið fyrir geirum erlendra spákaupmanna en þeir munu þó standa á okkur úr öllum áttum þegar dregur að haustog vetrarnóttum ef ekki opnast aftur fyrir vaxtamunarviðskipti með íslensku krónuna. Frá september í haust og fram í mars næsta vor eru krónubréf að andvirði um 220 milljarðar á gjalddaga, sem slagar upp í fimmtung af landsframleiðslu Íslands.

_______________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .