Framleiðsla er hafin á Norðursalti hjá fyrirtækinu Norður og Co. Verksmiðjan er 540 fermetrar og stendur við höfnina á Reykhólum. Eigendurnir Garðar Stefánsson og Sören Rosenkilde hafa því staðið í ströngu við undirbúning en öll umboð voru tilbúin í þessari viku.

Garðar og Sören ætla að sérhæfa sig í að framleiða vörur úr íslenskri náttúru á umhverfisvænan hátt. Þeir eru báðir miklir áhugamenn um mat og Garðar segir saltið vera grunninn að allri matargerð. Saltið er þó ekki það eina sem fyrirtækið mun setja á markað því Norðurgarum mun einnig koma á markað á haustmánuðum.

Garðar ekki ókunnugur saltframleiðslu en hann stofnaði áður Saltverk. Þar skildu leiðir þar sem ekki allir voru sammála um framtíðarsýn fyrirtækisins. Áður hafði Garðar lært upplifunarhagfræði í Danmörku og vann meistararitgerð sína um saltvinnslu á Íslandi.