Árni Páll Árna­son­ar, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði í viðtali í gærkvöldi að hann nærði með sér efa­semd­ir um Evr­ópu­sam­bandið og evr­una. Ef eitt­hvað hefðu þær efa­semd­ir farið vax­andi í seinni tíð.

Viðtal Páls Magnússon fyrrverandi útvarpsstjóra við Árna Pál var sýnt á sjón­varps­stöðinni Hring­braut. Það er ekki aðgengilegt á vef stöðvarinnar.

Árni sagði að horfa yrði til þess að ef Íslend­ing­um byðist eitt­hvað betra en inn­ganga í Evr­ópu­sam­bandið, til þess að auka hag­sæld og lífs­gæði þjóðar­inn­ar, væri eðli­legt að skoða það.

Árni sagði Ísland þegar vera aðili að allri helstu lög­gjöf sam­bands­ins og hugs­an­lega þyrftu Íslend­ing­ar ekki á af­gang­in­um að halda ef annað betra væri í boði.

Þjóðin nyti þegar margra helstu kosta þess að ganga í Evr­ópu­sam­bandið í gegn­um aðild­ina að Evr­ópska efna­hags­svæðinu (EES).