Rannsókn opinberra eftirlitsaðila á bresku efnahags- brotalögreglunni, Serious Fraud Office, hefur engin áhrif á rannsókn eða undirbúning mála hjá Sérstökum saksóknara, að sögn Ólafs Þórs Haukssonar.

Rannsóknin snýr að því að alvarleg mistök voru gerð við útgáfu leitar- og handtökuheimilda vegna rannsóknar á meintum brotum Tchenguiz-bræðra og viðskiptum þeirra við Kaupþing. „Rannsóknirnar eru alveg aðskildar. SFO er að rannsaka þennan breska hluta og við erum með önnur mál. Þetta hefur því engin áhrif á okkur,“ segir Ólafur Þór.

Ólafur Þór Hauksson - Sérstakur saksóknari
Ólafur Þór Hauksson - Sérstakur saksóknari
© BIG (VB MYND/BIG)
Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari