„Ég hafði aldrei spáð í þessu. Þetta er ótrúlegt! Það keppir enginn við skódeildina, hvorki í verði né úrvali,“ segir Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri Sports Direct í Kópavogi. Á þeim tæpu tveimur árum sem liðin eru síðan verslunin opnaði hér árið 2012 hafa viðskiptavinir hennar keypt um 250 þúsund skópör og hálfa milljón sokkapara.

Þetta gera í kringum 370 skópör að meðaltali á dag og vel á áttunda hundrað sokkapara.

Sigurður Pálmi segir gengi íþróttaliða geta haft mikil og snörp áhrif á sölu ákveðinna vara, ekki síst búninga félagsliða, bæði í Bretlandi og á meginlandi Evrópu. „Sigur í meistaradeildinni getur haft mikil áhrif. Þegar Manchester United komst áfram í Meistaradeildinni ruku út treyjur merkjar liðinu," segir hann.

Ítarlega er rætt við Sigurð Pálma um rekstur verslunarinnar í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaðinu er:

 • Primera veltir nærri 100 milljörðum króna
 • Ríkissjóður verður af 20 milljarða tekjum
 • Bankarnir sjá um skráningu félaga á markað sem þeir eiga hlut í
 • Háir tollar eru á vörum sem ekki eru framleiddar hér
 • Aukin samkeppni hefur neikvæð áhrif á Icelandair
 • Erlendir fjárfestar eru sagðir hafa áhuga á Íslandi
 • Staða OR batnar mikið
 • E-merkingar opna dyr á erlenda markaði
 • Umsátursástand hjá Pimpco
 • Dómsdagur verðtryggingarinnar nálgast
 • Arnar Sigurðsson segir ferðasögu úr Klettafjöllum
 • Einar Skúlason sneri baki við pólitík og hélt á fjöll
 • Tekjumódel Digon Games vekur athygli
 • Risagjaldþrot heildverslunar
 • Nærmynd af viðburðastjóranum Steinþóri hjá CCP
 • Óðinn fjallar um framtíð Íbúðalánasjóðs
 • Huginn & Muninn eru á sínum stað auk Týs sem eins og Óðinn fjallar um Íbúðalánasjóð
 • Þá eru í blaðinu pistlar, myndir, VB sjónvarp og margt, margt fleira