Haframjólkin Heiða, sem er framleidd af Býlinu okkar og kom á markað í sumar eins og Viðskiptablaðið greindi frá , er uppseld hjá framleiðanda.

Að sögn Guðna Þórs Sigurjónssonar, framkvæmdastjóra Býlisins okkar, sem er framleiðandi Heiðu, hafa viðtökurnar verið vonum framar. Haframjólkin frá Heiðu sé uppseld og ekki hafi verið hægt að framleiða hana í tvær vikur þar sem hráefnið í haframjólkina kláraðist. Heiðu möndlumjólk sé þó enn fáanleg í hillum markaða en hún fór seinna af stað í búðir en haframjólkin. Guðni segir að von sé á nýjum hráefnum í haframjólkina innan hálfs mánaðar. Því sé ekki langt í að haframjólkin verði aftur fáanleg.

„Eftirspurnin eftir haframjólkinni hefur farið langt fram úr væntingum okkar og því kláraðist hráefnið sem þarf til að framleiða vöruna. Við erum virkilega ánægð með þessar móttökur," segir Guðni.