Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir hefur keypt tvær milljónir hluta í Vodafone á genginu 28. Andvirði viðskiptanna er því 56 milljónir króna. Fyrir átti Heiðar Már um 13,4 milljónir hluta í Vodafone í gegnum félagið Ursus ehf. Hann á nú um 15,4 miljónir hluta sem er um 4,5% af útgefnu hlutafé í Vodafone.

Tilkynnt var um viðskiptin nú fyir stuttu þar sem Heiðar Már situr í stjórn Vodafone og flokkast því sem fruminnherji.