Heildareignir tryggingarfélaganna námu 121,8 milljörðum króna í lok ágúst og hækkuðu um 56 milljónir króna á milli mánaða.

Þetta kemur fram í Hagtölum Seðlabankans.

Þar kemur fram að útlán og markaðsverðbréf námu 54,6 milljörðum króna og lækkuðu um 95 milljónir í mánuðinum. Aðrar eignir námu 41,5 milljörðum króna í ágústlok, lækkuðu um 384 milljónir króna en handbært fé hækkaði um 483 milljónir króna í mánuðinum og nam 19,3 milljörðum króna í lok ágúst.