Heildareignir tryggingarfélaganna námu 149,7 milljörðum króna í lok október og lækkuðu um tæpa sjö milljarða milli mánaða.

Þetta kemur fram í Hagtölum Seðlabankans Íslands.

Þar kemur fram að sjóður og bankainnstæður jukust um 100,6% og námu 15,5 milljörðum króna í októberlok.

Útlán lækkuðu um 3,7 milljarða í mánuðinum og hlutdeildarskírteini um 5,1 milljarð króna.

Skuldir við erlenda aðila jukust um 53,5% og námu 1,4 milljörðum króna í lok október. Eigið fé tryggingarfélaga stóð í 51,4 milljörðum í lok mánaðarins og lækkaði um sjö milljarða milli mánaða.