Heildarsala skuldabréfa í nóvember 2008 nam um 0,95 milljörðum króna samanborið við 12,3 milljarða króna í sama mánuði ári áður.

Salan var eingöngu í formi verðtryggðra skuldabréfa og nam því 0,95 milljörðum króna.

Uppsöfnuð sala skuldabréfa frá jan. - nóv. 2008 nam um 248,5 milljörðum króna samanborið við um 339,1 milljarð króna á sama tímabili árið 2007.

Þetta kemur fram í Hagtölum Seðlabanka Íslands.