Heildarvelta í Kauphöllinni nam 112 milljörðum samanborið við 187 milljarða í júlí í fyrra. NASDAQ OMX gefur út viðskiptayfirlit mánaðarlega frá kauphöllum sínum á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum.

Heildarviðskipti með hlutabréf námu 2.845 milljónum, 129 milljónum á dag. Til samanburðar nam veltan með hlutabréf í fyrra 1.300 milljónum, 62 milljónum á dag.

Viðskipti voru mest með bréf Marel 872 milljónir, með bréf Reginn 852 milljónir og með bréf Icelandair 564 milljónir. Úrvalsvísitalan lækkaði um 4,9% milli mánaða og stendur nú í 1005 stigum.

Landsbankinn var með mestu hlutdeild á Aðalmarkaði 32,0%, MP Banki með 25,5% og Íslandsbanki með 19,4%.

Heildarviðskipti með skuldabréf voru 110 milljarðar í júlí. Það samsvarar 5 milljarða veltu á dag sem er 3,3 milljörðum lægra en í fyrra.

Viðskipti með ríkisbréf námi 85,5 milljörðum króna en með íbúðarbréf 20,7 milljörðum. Íslandsbanki var með 28,3% hlutdeild á skuldabréfamarkaði, Landsbankinn með 22,0% og MP Banki með 18,9%.