Fjárhættuspil á netinu hafa nú verið heimiluð í New Jersey í Bandaríkjunum en það gæti verið merki um að smám saman sé verið að taka í sátt þennan iðnað sem skiptir milljörðum dollara. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu á vef sínum. Þetta mun vera tilraunverkefni en nú þegar er þetta leyfilegt í ríkjunum Nevada og Delaware.

Samkvæmt BBC eru reglurnar strangar þar sem þetta er heimilað og ómögulegt að spila ef þú ert ekki staddur í ríkinu sjálfu. Reglurnar eru jafnvel gagnrýndar fyrir að vera og strangar og er greint frá notanda sem þurfti að keyra tæpa 50 kílómetra inn í ríkið til að spila. Það tókst þó ekki þar sem hann var ekki talinn vera nægilega vel inni á svæðinu.