Rétt við landfræðilega miðju Bandaríkjanna, eða þeirra 48 ríkja sem eru samtengd, situr hús Taylor fjölskyldunnar, í Kansas. Húsið var byggt árið 1902 og hafa meðlimir fjölskyldunnar búið í því síðan þá. Joyce Vogelman Taylor er 82 og býr þar, ásamt tveim leigjendum sínum, James og Theresa Arnold.

82 ára kona sökuð um að fylla tölvupóstfang fyrirtækis

Árið 2011 fór Taylor að fá undarleg símtöl á heimili sitt, fyrsta var frá smáfyrirtæki í Connecticut sem kvartaði undan vandræðum með tölvupóst sinn.

Vildi eigandinn meina að hún væri að fylla tölvupóst sinn af ruslpósti, sem kom henni mjög á óvart þar sem hún notar gömlu Gateway tölvuna sína fyrst og fremst til að skrifa niður sunnudagsskólakennsluefni og bréf. Hún fer varla á netið.

Ásakanir um glæpsamlega hegðun og lögreglan kíkti við í tíma og ótíma

Síðan þá fóru íbúarnir að fá mjög mikið af skrýtnum kvörtunum, oft með ásökunum og furðulega og jafnvel glæpsamlega hegðun. Í maímánuði 2011 kom lögregla að húsinu í leit að stolnum vörubíl, síðan þá hefur lögreglan mætt og sakað íbúana um að skýla börnum sem flúið hafa að heiman, að halda stúlkubörnum þar til að framleiða klámefni og svo framvegis.

Sjúkrabílar hafa mætt til að bjarga fólki í sjálfsvígshugleiðingum og fulltrúar alríkislögreglunnar og skattsins hafa einnig mætt og bankað upp á.

Einn daginn var brotið klósett skilið eftir á innkeyrslu þeirra án nokkurra skýringa, og skildi enginn í húsinu hvað olli þessu.

Sökudólgurinn kortlagning IP talna

Ástæðan reyndist vera að þegar fyrirtækið MaxMind byrjaði að kortleggja IP tölur árið 2002, þá varð landfræðileg miðja Bandaríkjanna að þeim viðmiðunarpunkti sem IP tölur sem ekki var hægt að staðsetja á annan hátt en innan Bandaríkjanna, lentu.

Reyndist hún vera í lóðinni hjá Taylor og Arnold hjónunum, svo þar voru skráðar 600 milljón IP tölur.

Fara fram á skaðabætur

Áttaði sig enginn á þessu á heimilinu fyrr Kashmir Hill hjá tímaritinu Fusion, rakst á þetta við að rannsaka kortlagningu IP talna og hringdu í eigendur hússins.

Birti tímaritið frétt um málið í apríl, en nú hafa íbúarnir kært MaxMind og fara fram á 75.000 Bandaríkjadali í skaðabætur auk kostnaðar.

Í kjölfar fréttarinnar færði fyrirtækið punktinn sem notaður er ef ekkert raunverulegt heimilisfang fyrir IP töluna finnst, í miðjuna á vatni, sem er rétt vestur af Wichita, stærstu borgar Kansas.