*

föstudagur, 19. júlí 2019
Innlent 8. mars 2014 14:55

Heimurinn borgar ekki fyrir það sem þú veist

Dr. Andreas Schleicher, yfirmaður menntamála hjá OECD, segist bjartsýnn á að íslenskt menntakerfi geti verið með því besta á heimsvísu.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Á menntadögum Samtaka atvinnulífsins sem haldnir voru á Hotel Nordica síðastliðinn mánudag tók meðal annarra til máls Dr. Andreas Schleicher, yfirmaður menntamála hjá Efnahagsog framfarastofnuninni OECD.

Dr. Schleicherer þekktur fyrir áralangar rannsóknir á sviði menntamála en er líklega þekktastur fyrir að vera einn af aðalhöfundum PISA-könnunarinnar sem mælir samræmda námsgetu 15 ára nemenda úr 65 löndum um allan heim. Íslenskir nemendur komu illa út úr síðustu PISA-könnun en árangur þeirra var t.a.m. sá lakasti á meðal Norðurlandaþjóða. Dr. Schleicher segir að þótt árangur okkar hafi verið lélegur getum við enn bætt úr menntakerfi okkar svo það geti orðið með því besta á heimsvísu. Sinna þarf fjölbreyttum þörfum nemenda

„Það sem einkennir góð skólakerfi er mikill metnaður. Hann sést einna helst í því þegar miklar væntingar eru bundnar til hvers og eins nemanda burtséð frá bakgrunni hans. Í framúrskarandi skólakerfum er séð til þess að nemendur fái mjög góða greiningu á styrkleikum þeirra og veikleikum og að það sé raunverulega hugað að því að bæta árangur þeirra,“ segir hann.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér.

Stikkorð: OECD Andreas Schleicher PISA
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is