*

mánudagur, 3. ágúst 2020
Fólk 5. desember 2018 13:45

Helga Björg aðstoðar Svandísi

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, hefur ráðið Helgu Björg Ragnarsdóttur sem aðstoðarmann tímabundið.

Ritstjórn
Helga Björg Ragnarsdóttir tekur sér leyfi frá starfi sem skrifstofustjóri hjá Reykjavíkurborg meðan hún aðstoðar heilbrigðisráðherra í fæðingarorlofi Iðunnar Garðarsdóttur.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ráðið Helgu Björg Ragnarsdóttur tímabundið í stöðu aðstoðarmanns til að leysa af Iðunni Garðarsdóttur meðan hún er í fæðingarorlofi.

Helga Björg er skrifstofustjóri hjá Reykjavíkurborg en verður í leyfi frá störfum sínum þar meðan á afleysingu stendur. Helga Björg er með BA-próf í félagsfræði og MS-próf í viðskiptafræði með áherslu á stjórnun og stefnumótun.

Hún hefur starfað hjá Reykjavíkurborg um árabil, fyrst sem deildarstjóri mannauðsdeildar framkvæmda- og eignasviðs, síðar sem starfsmannastjóri umhverfis- og samgöngusviðs og frá árinu 2012 sem skrifstofustjóri á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara.