*

laugardagur, 16. október 2021
Innlent 13. nóvember 2014 14:46

Helgi kaupir í Marel fyrir nær 100 milljónir

Hofgarðar, sem eru í eigu Helga Magnússonar stjórnarmanns í Marel, hefur keypt 800 þúsund hluti í fyrirtækinu.

Ritstjórn

Hofgarðar hafa keypt 800 þúsund hluti í Marel á 123 krónur á hlut. Nemur kaupverðið því 98,4 milljónum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu til Kauphallarinnar.

Hofgarðar eru í eigu Helga Magnússonar sem jafnframt er stjórnarmaður í Marel. Gengi hlutabréfa í fyrirtækinu hefur hækkað nokkuð eftir að það kynnti árshlutauppgjör þriðja ársfjórðungs undir lok októbermánaðar, og stendur nú 122,5 krónum á hlut en var 99 krónur á hlut þann 16. október síðastliðinn.

Stikkorð: Marel Helgi Magnússon