Helgi Bjarnason forstjóri VÍS hefur keypt 448,430 hluti á kaupverðinu 11,15 krónur hver hlutur samkvæmt fréttatilkynningu kauphallarinnar. Hlutirnir voru keyptir klukkan 10:02 í morgun, og er kaupverðið samanlagt rétt tæpar fimm milljónir króna

Þegar þetta er skrifað er verðmæti hvers hlutar VÍS 11,23 krónur, en bréfin hafa hækkað í verði um 1,17% það sem af er degi. Það þýðir að heildarverðmæti hlutanna hefur aukist um ríflega 86 þúsund krónur á nokkrum klukkustundum.

Arnór Gunnarsson, sem eins og Viðskiptablaðið greindi frá um miðjan mánuðinn, hefur verið ráðinn forstöðumaður fjárfestinga hjá félaginu hefur einnig keypt bréf í félaginu, sem hann fékk á genginu 11,2 krónur.

Keypti hann 1.500.000 hluti, eða fyrir andvirði 16.800.300 krónur, sem eftir hækkun dagsins hefur aukist að verðmæti tæplega 45 þúsund króna.