Greinendur hjá bandaríska fjárfestingarbankanum Goldman Sachs gera ráð fyrir því að fyrirtæki í S&P 500 vísitölunni muni draga úr endurkaupum á eigin bréfum um allt að 50% í ár vegna efnahagsáhrifa kórónuveirunnar. Þetta kemur fram í frétt Bloomberg .

Gera greinendur ráð fyrir því að endurkaup í ár muni nema um 371 milljörðum dollara auk þess sem arðgreiðslur muni dragast saman um 25% frá fyrra ári.

Frá því í byrjun mars hafa 51 fyrritæki sem stóðu undir 27% af endurkaupum síðasta árs stöðvað endurkaupaáætlanir auk þess sem 13 fyrirtæki til viðbótar hafa dregið úr dregið úr þeim eða frestað arðgreiðslum.

Ástæða þess að fyrirtæki hafa stöðvað endurkaup eða dregið úr arðgreiðslum er sú að á meðan núverandi ástand gengur yfir sem hefur haft áhrif á nær allar atvinnugreinar vilja fyrirtæki frekar halda í lausafjárstöðu sína meðan óvissan gengur yfir.