Gengi hlutabréfa í Tryggingamiðstöðinni hefur hækkað um meira en 50% frá almennu hlutafjárútboði í TM sem haldið var í apríl síðastliðnum. Þá var tæplega 30% hlutur Stoða í tryggingafélaginu seldur fyrir 20,1 krónu á hlut. Gengið stendur í dag í 30,2 krónum á hlut.

Markaðsvirði TM er í dag um 23,9 milljarðar króna. Til samanburðar er markaðsvirði VÍS um 28,8 milljarðar króna. VÍS var skráð á markað skömmu áður en TM fór á markað. Gengi hlutabréfa í VÍS hefur einnig hækkað mikið, eða um nærri 45% miðað við útboðsgengið 7,95 krónur á hlut.

Ítarlega er fjallað um TM í siðasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð .