Tilboð til verkframkvæmda við nýjan Landsspítala voru opnuð í dag en tilboð bárust frá fjórum aðilum. Þeir sem báðu í verkið voru LNS Saga og LNS AS, Jáverk ehf, Ístak hf., Íslenskir aðalverktakar hf.

Tvö af fjórum tilboðum voru undir kostnaðaráætlun en gert var ráð fyrir kostnaði upp á 1,9 milljarð króna.

Lægsta tilboð var frá LNS Saga og LNS AS, en tilboð þeirra var 4% undir kostnaðaráætlun. Íslenskir aðalverktakar voru einnig með tilboð sem var lítillega undir kostnaðaráætlun.

Tilboðsaðilar og tilboð voru:

  • LNS Saga og LNS AS - kr. 1.833.863.753.
  • Íslenskir aðalverktakar - kr. 1.909.918.407.
  • Jáverks ehf - kr. 1.961.346.191.
  • Ístak hf - kr. 2.105.105.397 .